Skíðafélag Akraness

Stofnfundur Skíðafélags Akraness var haldinn 2. mars 1951 í félagsheimili templara og stofnendur voru 18 talsins. Ole Östergaar var kostinn formaður félagsins, Gunnar Bjarnason ritari og Eggert Sæmundsson gjaldkeri. Árið 1953 gekk það inn í ÍA.

Gunnar Bjarnason segir í Skessuhorni árið 1999: „Upphafið að þessum skíðaáhuga hér var þannig að 1949 tókum við okkur saman nokkrir og fórum up

p í Ölver á skíði. Við fórum á boddíbíl sem hann Oddur í Ársól átti og stunduðum skíði þar í brekkunum. Síðan fundum við okkur gott skíðasvæði í fjallinu upp af Fellsenda eða þar sem hét áður Stóra-Fellsöxl. Þar renndum við okkur þrjá vetur eða fram til 1953.“

Árið 1954 stóð félagið fyrir byggingu skíðaskála sem reistur var í Vatnsdal í Skarðsheiðinni, undir Skarðshyrnunni. Skálinn var í rúmlega 500 m. hæð og var 44 fermetrar og teiknaður af Guðmundi Bjarnasyni húsasmíðameistara.

Þann 18. janúar árið 1961 var haldinn fundur þar sem ákveðið var að leggja félagið niður enda hafði starfið dottið mikið niður. ÍA tók við öllum eignum félagsins og var þar á meðal skáli félagsins í Vatnsdal. Skálinn var aftur á móti ekkert nýttur eftir þetta og grotnaði hann niður með tímanum og voru leifarnar af honum að lokum brenndar um miðjan níunda áratuginn.

21. apríl 1967 var gerð tilraun til að vekja upp félagið undir nafninu Skíða- og skautafélag Akraness. Þessi tilraun tókst aftur á móti ekki og síðasta fundargerð félagsins er skrifuð 13. apríl 1971.

Hér má lesa viðtalið við Gunnar Bjarnason í Skessuhorni

Nú höfum við ljósritað gjörðabók skíðafélagsins og sett hana inn á miðlunarvef okkar.