Héraðsskjalasafn Akraness var stofnað 27. apríl 1993. Umdæmi safnsin er Akraneskaupstaður. Héraðsskjalasafnið starfar samkvæmt Lög um opinber skjalasöfn (nr. 77/2014) og Reglugerð um héraðsskjalasöfn (283/1994). Meginhlutverk safnsins er að annast söfnun, innheimtu og varðveislu skjala frá afhendingarskyldum aðilum, þ.e. stofnunum Akraneskaupstaðar og félögum sem njóta verulegra opinberra styrkja, skrásetja þau og gera aðgengilengileg fyrir notendur safnsins. Það er einnig hlutverk safnsins að taka á móti skjölum til varðveislu frá einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og öðrum er gildi þykja hafa fyrir sögu umdæmis þess eða íbúa. Einnig veitir starfsfólk safnsins skilaskyldum aðilum leiðsögn og aðstoð við skjalastjórn og hefur eftirlit með skjalvörslu þeirra, gengst fyrir rannsóknum úr safnkosti, vinnur að því að gera skjöl aðgengileg almenningi með miðlun ofl. |
|||||||||||||