Við viljum benda ykkur á nýja síðu sem Héraðsskjalasafnið hefur opnað sem heitir akranes.myndahlada.is. Á þessari síðu ætlum við að miðla til ykkar ýmsu því sem við erum að færa yfir á stafrænt form um þessar mundir. Til að byrja með erum við að setja þarna gamlar bækur sem við erum búin að mynda. Þið getið valið valhnappinn "Rit" á forsíðu heimasíðunnar til að fara á þetta svæði.
Þegar þið skoðið bækurnar, þá sést blár hnappur hægra megin við myndirnar og á honum stendur "Skrá texta". Ef þið smellið á þennan hnapp, þá fáið þið kost á að skrifa það sem stendur í þessum bókum. Staðreyndin er nefnilega sú að margt fólk í dag á erfitt með að skilja þá skrift sem er í þessum ritum. Með því að fá ykkur til að hjálpa okkur við að skrifa niður textana, gefum við fleirum kost á að njóta þess sem fyrirfinnst í þessum bókum. Hægt og rólega mun bókunum fjölga á þessari síðu og vonandi á þetta framtak eftir að gefast vel.
Á næsta ári vonumst við til að geta sett meira á þessa síðu s.s. hljóðskrár, myndbönd og ljósmyndir. Við munum láta ykkur vita þegar sú viðbót kemur í loftið.
Góðar stundir