Inn á miðlunarvefinn okkar er komið nýtt efni sem tengist Lestrarfélaginu á Akranesi sem stofnað var 6. nóvember 1864. Þetta félag var fyrsti vísirinn að okkar frábæra Bókasafni á Akranesi. Fyrsta árið voru voru skráðir 37 félagar sem allt voru karlmenn og bókaeign félagsins fyrsta árið voru 114 eintök. Þetta eru mjög skemmtileg skjöl til að fletta í gegnum.
Myndin sem fylgir þessari frétt er af gamla barnaskólanum en bókasafnið var um tíma á efri hæð þess, eða allt þar til skólinn brann árið 1946.
Hér er slóðin inn á miðlunarvefinn okkar [Miðlunarvefur (myndahlada.is)]