Í þessari viku byrjuðum við á Héraðsskjalasafninu að setja landakort og póstkort inn á miðlunarvefinn okkar. Um er að ræða annars vegar gömul landakort af Akranesi sem eru geymd á safninu og hins vegar póstkort úr safni Jóhönnu Þorgeirsdóttur sem einnig er geymt á safninu.
Það er ótrúlega gaman að skoða þessi gömlu landakort og bera saman við Akranes í dag og einnig er mjög skemmtilegt að skoða þessi gömlu póstkort sem voru svo stór hluti af menningu okkar á árum áður.
Næstu misserin ætlum við að setja fleiri kort þarna inn svo endilega fylgist vel með vefnum okkar.