Íþróttabandalag Akraness

Íþróttabandalag Akraness var stofnað 3. febrúar árið 1946 af knattspyrnufélögunum KA og Kára og var fyrsti formaður þess Þorgeir Ibsen. Það tók við af Íþróttaráði Akraness sem var stofnað af sömu félögum árið 1934 og var fyrst formaður þess Axel Andrésson knattspyrnuþjálfari. Það sama ár var byrjað að vinna í sjálfboðavinnu byggingu nýs knattspyrnuvallar á Jaðarsbökkum, á sama stað og núverandi keppnisvöllur er, en gerð hans lauk árið 1935.

Árið 1946 er ár mikilla framfara í íþróttastarfsemi á Akranesi. Í lok þess árs var íþróttahúsið við Laugarbraut tekið í notkun. Það breytti allri aðstöðu við iðkun íþrótta. Þá er ákveðið að taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks í knattspyrnu. Fyrst í stað var nafn íþróttabandalagsins skammstafað ÍBA, en var breytt skömmu síðar í ÍA, þar sem Íþróttabandalag Akureyrar var með sömu skammstöfun. (Heimild: heimasíða ÍA)

 

Nú er fyrsta gjörðabók ÍA komin á miðlunarvefinn okkar. Með tímanum mun fleira rata inn á vefinn um ÍA.