Akraneskaupstaður og Héraðsskjalasafn Akraness færa Akurnesingum hátíðarsýningu Ljósmyndasafns Akraness í jólapakkann í ár. Verið velkomin á þessa einstöku ljósmyndasýningu á Akratorgi.
Sýningin dregur upp lifandi mynd af hátíðarhaldi á Akranesi í gegnum tíðina, með fjölbreyttu úrvali mynda úr ýmsum áttum.
Ljósmyndirnar, sem spanna breitt tímabil, veita innsýn í sögu og menningu bæjarins yfir hátíðirnar.
Við hvetjum bæjarbúa til að gera sér ferð á Akratorg yfir hátíðirnar, skoða sýninguna og njóta þess að ferðast um tíma og upplifa hlýju og gleði fortíðarinnar.
Sýningin var hönnuð af þeim Erlu Dís Sigurjónsdóttur héraðsskjalaverði og Veru Líndal Guðnadóttir verkefnastjóra menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað. Sýningin er prentuð og sett upp af Topp útlit.
Á skiltunum má finna QR kóða sem vísar inn á Hátíðarsýninguna á vef Ljósmyndasafnsins. Þar getur fólk séð frekari upplýsingar um myndefnið.
https://www.akranes.is/is/frettir/category/1/hatidarsyning-a-akratorgi