Gömul myndbönd fá nýtt líf

Héraðsskjalasafnið hefur byrjað nýtt verkefni. Það felur í sér að færa gömul myndbönd, sem eru á VHS spólum, yfir á stafrænt form. Þetta er mjög mikilvægt verkefni og í raun kapphlaup við tímann þar sem myndböndin eyðast með tímanum. Það er von okkar að geta síðan fljótlega miðlað þessu á vefinn þannig að sem flestir geti notið.