Í ágúst síðastliðnum ákvað Héraðsskjalasafn Akraness að fjárfesta í ljósmyndabúnaði svo hægt væri að koma gömlum bókum á safninu í stafrænt form. Nú er búnaðurinn kominn og byrjað er að ljósmynda bækur. Áætlað er að koma þessum bókum síðan fljótlega inn á vefinn svo almenningur geti skoðað þær sér til fróðleiks og yndisauka.